Ekki þarf að koma á óvart að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, vilji búa til sjóð til að ráðstafa tekjum af auglýsingum RÚV. Sjóðurinn ætti að styrkja aðra fjölmiðla!
Nú er lagt að menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði þannig að frjálsir fjölmiðlar hafi úr meiri tekjum að spila.
Það væru fagleg og eðlileg vinnubrögð.
Nei, það líst þingmanni VG ekki á. Betra að búa til sjóð til að pólitíkusar geti verið með puttana í ráðstöfun peninganna. Er þetta ekki dæmigert?
Gott væri að geta skipað einhverja pólitíska samherja í stjórn svona sjóðs til að tryggja alvöru sjóðasukk; gjarnan fyrrverandi og fallna þingmenn!
Þarna er Vinstri grænum rétt lýst.
Rtá.