Nýjasta kaffitegundin, Kollagen kaffi, hefur látið dagsins ljós á Norðurbakkanum sem er huggulegt kaffi- og bókahús í hjarta Hafnarfjarðar. Norðurbakkinn hefur í samstarfi við Feel Iceland þróað nýjan kollagen hafralatte. Bollinn er afar ríkur af næringar- og bætiefnum og inniheldur meðal annars túrmerik, cayanne pipar, kollagen og kókósolíu. Drykkurinn er spennandi nýjung í kaffiflóru Norðurbakkans, sem leitast við að prófa og þróa góða hluti sem falla vel að gildum og stefnu kaffihússins. Feel Iceland kollagenið er 100% íslenskt kollagen sem er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og rannsóknir hafa sýnt fram á að kollagen er gott fyrir liði og er einnig sérlega rakagefandi fyrir húðina. Á Norðurbakkanum er notað 5 grömm af kollageni í drykkinn og er þetta frábær leið til að byrja daginn á.
Kaffihúsið Norðurbakkinn er rómað fyrir ljúffengar kræsingar, hlýlega stemningu og að vera bókakaffihús. Á Instagramsíðu kaffihússins má iðulega sjá myndir af freistandi bakkelsi og hnallþórum sem kitla bragðlaukana.
Mynd frá Norðurbakkanum