Kókosolían er magnað töfraefni

Á hverju baðherbergi ætti að vera krukka með kókósolíu því hún er töfraefni á öllum sviðum. Kókósolían er ekki bara góð þegar kemur að matreiðslu heldur líka fyrir húðina. Kókósolían er töfraefni á öllum sviðum. Hægt er að bera hana á húðina, bursta í sér tennurnar með henni, nota hana í stað hárnæringar, raksápu og svitalytkareyðis.  Hún er einkum góð til að fjarlægja andlitsfarða.

Kostir kókósolíunnar, sem þarf að vera lífrænt ræktuð og án allra aukaefna eru meðal annars eftirfarandi:

  • nærir húðina og er bakteríudrepandi
  • mildar brunasár, áblástur, þurra barnabossa og slitið hár
  • fælir burt ýmis konar skordýr eins moskítóflugur og skógarmítil 

Það er því þjóðráð að eiga krukku af kókósolíu á hverju baðherbergi og í hverju eldhúsi. Einnig er hún ómissandi í ferðalagið, útileguna, á ströndina og hvert sem ferðinni er heitið.