Klikkaður árangur Daða og Gagnamagnsins: Var taugatrekkjandi að fylgjast með stigagjöfinni

„Þetta er klikkaður árangur. Við gætum ekki verið ánægðari með þetta. Alveg „kreisí,“ segir Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Gagnamagns-meðlimur, um árangurinn í Eurovision í gær, í viðtali við Fréttablaðið.

Hópurinn er á heimlið í dag, utan Jóhanns Sigurðar sem greindist með COVID-19 í síðustu viku.

Hulda Kristín segir í viðtalinu að það hafi verið taugatrekkjandi að horfa á stigagjöfina.

„Við trúðum þessu ekki. Þetta fór svo upp og niður þegar dómarastigin voru gefin,“ segir Hulda Kristín.

Hún segir að hún fíli sigurlagið og að keppnin í heild hafi verið góð.

Hún á von á því að liðið byrji á því að hvíla sig þegar þau koma heim.

Viðtalið er hægt að lesa hér í heild sinni.

Fleiri fréttir