Klikkað að halda nammi frá börnum!

Þeir sem halda úti síðu Frjálshyggjufélagsins á facebook eiga ekki orð vegna hneykslunar á þeirri lýðheilsulegu ákvörðun forráðamanna Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðar að breyta þannig reglum að framvegis verði sala á gosi og dælgæti ekki leyfð fyrr en eftir klukkan 16.30 á daginn.

Félagið tengir við frétt DV af málinu þar sem haft er eftir Ingibjörgu Isaksen forstöðumanni og bæjarfulltrúa á Akureyri í Vikudegi að Ingibjörg telji að takmarka eigi aðgang barna að óhollustu.

„Við viljum takmarka aðgang barna að sæl­gæti og hugsunin er m.a. að hjálpa for­eldrum í baráttunni við sykurpúkann.“ Þá segir hún einnig koma til greina hjá íþróttaráði Akureyrar að takmarka sölu sælgætis í íþróttamiðstöðvum þar í bæ, að því er fram kemur í Vikudegi.

Á þessu hneykslast frjálshyggjumenn á síðu félagsins á facebook. Einn segir: „Ef ég væri reyndar að reka sjoppu á þessu svæði myndi ég hækka vöruverð um 200-400% á þessum tíma sólahringsins.

Annar frjálshyggjumaður segir: „Vá hvaða þeir eru klikkaðir þarna í Eyjafjarðarsveit ... sæll!“