Fyrsta Múmínbókin kom út árið 1945, en samstarf Arabia og Múmín hófst árið 1950. Til að fagna 75 ára afmæli Múmín hefur Arabia nú sett á markað borðstanda með 24 klassískum Múmínbollum sem merktir eru með sérstöku 75 ára afmælislógói á botninum. Múmínbollarnir hafa fagnað miklum vinsældum hér á landi og fjölmargir Múmínálfa aðdáendur eiga veglegt safn af þessum fallegu Múmínbollum sem spanna sögu Múmínálfanna og persónur þeirra. Nú er hægt að fá Múmínbollana með þessu sérstaka 75 ára afmælislógói hér á landi sem enginn alvöru Múmínálfa aðdáandi lætur framhjá sér fara. Það eru ófá eldhús sem ekki skarta Múmínbolla sem gleður bæði auga og sál.
Afmælislógóið forláta.
Klassískir Múmínbollar sem skarta persónunum frægu.
Múmínbollarnir geta verið í fjölbreyttum hlutverkum og enda vel sem sælgætis skálar.
Myndir heildsalan Ásbjörn Ólafsson.