Klassískir litir eins og rautt og gyllt ávallt vinsælir hjá íslendingum í aðventunni

Aðventan er handan við hornið og margir farnir að huga að því að setja upp aðventuna.  Sjöfn Þórðar heimsækir Hrafnhildi Þorleifsdóttur blómaskreytir heim og fær innsýn það sem er í heitast í dag þegar kemur að lita- og efnisvali í aðventuskreytingarnar í ár.  Einnig mun Hrafnhildur sýna nokkur góð trix við gerð hurða- og gluggakransa sem hægt er að föndra með einföldum hætti. 

\"\"

„Lifandi greni, hlýir litir eins og antík vínrautt og gráblár og einfaldleikinn koma sterkt inn, en klassískir jólalitir eins og rautt og gull eru ávallt vinsælir líka,“ segir Hrafnhildur og veit ekkert skemmtilegra en að föndra aðventukransa á þessum árstíma og gleðja mörg hjörtu.   Meira um þetta í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.