Vitanlega var erfitt fyrir Katrínu Jakobsdóttur að sýna sig á fundi NATO í síðustu viku. Hún er leiðtogi sósíalista og stækur andstæðingur NATO. Þarna hlaut hún að vera eins og fiskur á þurru landi.
Hún kom þannig fram að það var eins og hún vissi ekki hvaða fund hún sat. Katrín var á fundi hernaðarbandalags. Þegar hún fékk aðeins að taka til máls, ræddi hún um jafnréttismál kynjanna eins og hún væri á einhverjum Rauðsokkufundi!
Þetta var auðvitað ekki boðlegt. Hernámsandstæðingurinn Katrín var þarna eins og álfur út úr hól. Það var holur tónn í allri framkomu hennar í Brussel. Breytir engu þó einhverjir telji að það hafi verið smart hjá henni að glápa upp í loftið, gretta sig og geifla.
Myndbirting erlendra stórblaða sem sýndi forsætisráðherra Íslands eins og óþolinmóðan krakka, var ekki hugsuð henni til framdráttar.
Heimspressan var að undirstrika kjánalega smæð Íslands á alþjóðavettvangi.
Rtá.