Katrín útilokar ekki forsetaframboð

17 dagar eru í dag þangað til Ólafur Ragnar Grímsson flytur nýársávarp sitt sem forseti Íslands. Hallast fleiri að því að hann muni bjóða sig fram enn eitt tímabilið og muni tilkynna það í ávarpinu.

Í sjónvarpsþættinum Kvikunni sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöld sagði Katrín Jakobsdóttir þingmaður að hún útilokaði ekki að hún muni bjóða sig fram til forseta.

„Ég hef fengið fullt af áskorunum.... Ég hef lofað að hugsa málið af því að mér finnst ekki annað hægt en að lofa því.“

Hinn gestur Kvikunnar, Stefán Jón Hafstein, er einnig volgur fyrir framboð en hann sagði að Katrín yrði góður forseti og einnig sagði Katrín að hún yrði ánægð með framboð Stefáns.

Sjá klippu úr þætti kvöldsins hér en þar er Katrín spurð um hugsanlegt framboð.

Kvikan verður endursýnd kl. 19.30 í kvöld og einnig síðar í vikunni.