Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum á Lýsi hf. en ekki Katrín Pétursdóttir eins og hún hefur haldið fram í viðtölum árum saman.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er greint frá því að félag í eigu Guðbjargar eigi 86% hlutabréfa í Lýsi hf. Einnig kemur fram að afkoma félagsins hafi versnað til muna. Hagnaður 2017 var 41 m. kr. og lækkaði um 90% frá árinu á undan.
Vitað er að við hrunið fyrir 10 árum lenti Lýsi hf. í miklum fjárhagsvanda og var talið að Katrín hefði misst yfirráð yfir félaginu en því hefur hún mótmælt og þóst eiga fyrirtækið. Nú er komið í ljós að það er rangt. Guðbjörg á Lýsi hf. en Katrín vinnur bara hjá henni.
Í kringum hrunið var mikið rætt um sérstæða lánafyrirgreiðslu sem Katrín naut hjá Glitni banka þar sem hún sat í stjórn.
Katrínu hefur talsvert verið hampað í vissum hlutum atvinnulífsins. Hún hefur átt sæti í stjórn Árvakurs og einnig var henni veitt Fálkaorða í fyrra. Hvort það var fyrir að “eiga” Lýsi hf. er ekki vitað.
Katrín Lýsislausa heldur áfram að reka Lýsi hf. fyrir vinkonu sína.
Rtá.