Katrín hlýtur að víkja sem forsætisráðherra

Vinstri græn guldu afhroð í stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum.
 
Ekki er hægt að skilja þá niðurstöðu með öðrum hætti en vantraust á formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, og samstarf hennar við framsóknarflokkana í ríkisstjórn.
 
VG hlaut 4.6% atkvæða í Reykjavík og náði naumlega inn með einn borgarfulltrúa. Í þingkosningum fyrir 7 mánuðum fékk flokkurinn 20% í Reykjavík. Algert hrun eftir að Katrín fór í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki.
 
VG fékk engan mann kjörinn í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er hrikalega veikt hjá flokknum að hafa misst fulltrúa sína í báðum þessum bæjum.
 
Minnt er á að Halldór Ásgrímsson sagði af sér embætti forsætisráðherra árið 2006 eftir slæmt gengi flokks hans í sveitarstjórnarkosningum. Það var þó ekki nærri eins slæmt og hjá VG nú.
 
Katrín Jakobsdóttir verður að bregðast við með einhverjum hætti. Hún getur ekki látið eins og ekkert hafi gerst.
 
Annað hvort segir hún af sér eða býðst til að skipta við annan hvorn hinna formannana á ráðherraembættum.
 
Sjá ennfremur meðf.:
 
Rtá.