Fréttablaðið birti frétt á föstudaginn um Lýsi hf. þar sem hermt var að Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum og félag hennar Ívar ehf. ætti Lýsi hf að mestu leyti.
Á þessu byggði Dagfari í pistli sínum. Nú hefur Vísir.is birt leiðréttingu sem segir að félag Katrínar eigi 73% af umræddu félagi Ívari ehf.
http://www.visir.is/g/2018180829427/hagnadur-lysis-drost-saman-um-90-prosent-
Úr því þetta eignarhald er til umfjöllunar væri þarft að upplýst væri um aðkomu Guðbjargar að Lýsi eftir hrun, hve miklar skuldir félagið fékk niðurfelldar, hve mikið eigið fé var þá sett inn í félagið og hvaðan það kom. Einnig hvort Katrín var í eigendahópnum eftir hrun og hvenær hún keypti í félaginu Ívari ehf. og á hvaða verði.
Rtá.