Katla biður fólk um að láta Björg í friði: „Það er ekkert vont á milli okkar“

Katla Njáls­dóttir er ekki sár út í sjón­vaprs­konuna Björg Magnús­dóttur fyrir um­mæli hennar í Söngva­keppninni um helgina. Þetta kemur fram í ein­lægu við­tali við Kötlu á vef Frétta­blaðsins.

Björg Magnús­dóttir, sagði við Kötlu þegar hún ræddi giftingar­hring föður síns: „Hún er að reyna fá at­­kvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðar af­sökunar í beinni út­sendingu.

Katla segirvið Frétta­blaðið:„Sko, þegar hún sagði þetta hugsaði ég „Okei, skrýtið komment, allt í lagi" en pældi ekkert meira i því. Ég var í miðju við­tali og fór ekkert beit að hugsa um hvað var verið að segja, ég var bara að reyna vera hress og skemmti­­leg. Um leið og við­talið var búið hugsaði ég ,,Hvað var þetta?"

„Þetta var voða svona skrítið komment, en hún kom upp að mér eftir á og talaði við mig per­­sónu­­lega, hún var mjög niður­­­fyrir, þannig ég fyrir­­gaf henni auð­vitað. Þetta er í beinni og ég var ekki á general­prufunni þegar við­tölin voru æfð þannig hún var ekki búin að taka þetta við­­tal við mig áður. Þetta var allt nýtt og hún ætlaði að reyna vera sniðug en mis­­steig sig að­eins bara.“

„En við skiljum sáttar, hún senti mér aðra af­­sökunar­beiðni og heyrði í mömmu minni. Ég vor­­kenni henni bara, ég vissi bara að þetta væri ekki að fara hafa nein lang­varandi á­hrif á mig en það er fólk búið að rífa hana í sig á netinu. Allt of mikið. Það er ekkert vont á milli okkar og hún gerði sér alveg grein fyrr að hún átti ekki að segja þetta. Fólk má alveg bakka af henni núna.“


Við­talið við Kötlu á vef Frétta­blaðsins.