Katla Njálsdóttir er ekki sár út í sjónvaprskonuna Björg Magnúsdóttur fyrir ummæli hennar í Söngvakeppninni um helgina. Þetta kemur fram í einlægu viðtali við Kötlu á vef Fréttablaðsins.
Björg Magnúsdóttir, sagði við Kötlu þegar hún ræddi giftingarhring föður síns: „Hún er að reyna fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðar afsökunar í beinni útsendingu.
Katla segirvið Fréttablaðið:„Sko, þegar hún sagði þetta hugsaði ég „Okei, skrýtið komment, allt í lagi" en pældi ekkert meira i því. Ég var í miðju viðtali og fór ekkert beit að hugsa um hvað var verið að segja, ég var bara að reyna vera hress og skemmtileg. Um leið og viðtalið var búið hugsaði ég ,,Hvað var þetta?"
„Þetta var voða svona skrítið komment, en hún kom upp að mér eftir á og talaði við mig persónulega, hún var mjög niðurfyrir, þannig ég fyrirgaf henni auðvitað. Þetta er í beinni og ég var ekki á generalprufunni þegar viðtölin voru æfð þannig hún var ekki búin að taka þetta viðtal við mig áður. Þetta var allt nýtt og hún ætlaði að reyna vera sniðug en missteig sig aðeins bara.“
„En við skiljum sáttar, hún senti mér aðra afsökunarbeiðni og heyrði í mömmu minni. Ég vorkenni henni bara, ég vissi bara að þetta væri ekki að fara hafa nein langvarandi áhrif á mig en það er fólk búið að rífa hana í sig á netinu. Allt of mikið. Það er ekkert vont á milli okkar og hún gerði sér alveg grein fyrr að hún átti ekki að segja þetta. Fólk má alveg bakka af henni núna.“
Viðtalið við Kötlu á vef Fréttablaðsins.