Rannsóknir hafa leitt í ljós að sink-skortur getur valdið kyndeyfð karla en jafnljóst þykir samkvæmt sömu vísindum að zink hefur mikla þýðingu fyrir heilbrigðis blöðruhálskirtilsins.
Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Sinkskortur getur valdið því að kirtillinn stækki og orsakað fleiri neikvæðar breytingar í þessu mikilvæga líffæri sem öllum körlum - og raunar konum líka, ef út í það er farið - á að vera sérlega annt um. Sink er einnig græðandi en sýnt þykir í þeim efnum að inntaka þess getur stytt legutíma eftir aðgerð um helming.
Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að mörg vítamín og önnur rétt næring ræður miklu um heilbrigt kynlíf, en ef nefna á eitt vítamín þar öðrum fremur er það E-vítamínið. Það hefur mikla þýðingu fyrir eðlilega hormónaframleiðslu - og er þannig talið gagnast konum sem hafa beyg af fósturláti. Og það er einnig talið þýðingarmikið fyrir heilbrigði kynkirtlanna.
Þannig að karlar sem hugsa til jafnaldrans af virðingu og hlýju eiga að fá sér sink og E-vítamín með reglubundnum hætti.