Kaffi virðist vera bótamenn kvenna sem barist hafa við brjóstakrabbamein að því er sænskir og breskir vísindamenn teja eftir að hafa rannsakað áhrif koffeins á krabbameinsfrumur. Þeir telja að kaffi geti komi í veg fyrir að konur, sem fengið hafa brjóstakrabbamein, fái það aftur. Ástæðuna rekja þeeir til þess að efnin í kaffibaunum loki boðleiðum sem krabbameinsfrumur þurfa á að halda til að vaxa.
Rannsókn vísindamanna náði til vel yfir þúsund kvenna. Hjá þeim konum sem drukku að minnsta kosti tvo kaffibolla á dag minnkuðu líkurnar á að krabbamein í brjósti tæki sig upp aftur um helming miðað við þær konur sem neytttu kaffis í þverrandi mæli.
Þá kemur og fram í rannsóknum fræðimannanna að kaffi hafi almennt fyrirbyggjandi áhrif á að konur fái krabbamein í brjósti, en virki sem fyrr segir sérstaklega vel í þeim tilvikum þegar barist er við endurupptöku sjúkdómsins.