Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og fjölskylda hans fagna þakkargjörðarhátíðinni ár hvert og birti hann myndskeið af matarboðinu Instagram í gær í tilefni þess þar sem mátti sjá systkini hans og Hafdísar, maka þeirra og börn njóta dýrindis máltíðar.
Jón hvetur fólk til að vera þakklát og jákvæð þar sem þakklæti er hluti af hamingjunni. „Einhverra hluta vegna kjósum við að innleiða aðrar hefðir frá Bandaríkjunum. Við í JJ-fam fögnum aftur á móti Thanksgiving á ári hverju,“ skrifar Jón í story á Instagram í gær.
„Þakklæti er mikilvægur hluti af hamingjunni. Það er allt of mikil ólga og hatur í þjóðfélaginu þessi dægrin. Byrjum á að taka til hjá okkur sjálfum. Verum þakklát. Verum jákvæð. Gefum af okkur og klöppum hvert öðru á bakið.
Við erum öll snilld. Það þarf bara að hafa fyrir því að fatta það og hlúa að því,“ skrifar Jón á einlægum nótum.