Jón Jóns­son með mikil­væg skila­boð: „Það er allt of mikil ólga og hatur í þjóð­fé­laginu“

Tón­listar­maðurinn Jón Jóns­son og fjöl­skylda hans fagna þakkar­gjörðar­há­tíðinni ár hvert og birti hann mynd­skeið af matar­boðinu Insta­gram í gær í til­efni þess þar sem mátti sjá syst­kini hans og Haf­dísar, maka þeirra og börn njóta dýrindis mál­tíðar.

Jón hvetur fólk til að vera þakk­lát og já­kvæð þar sem þakk­læti er hluti af hamingjunni. „Ein­hverra hluta vegna kjósum við að inn­leiða aðrar hefðir frá Banda­ríkjunum. Við í JJ-fam fögnum aftur á móti Thanks­gi­ving á ári hverju,“ skrifar Jón í story á Insta­gram í gær.

„Þakk­læti er mikil­vægur hluti af hamingjunni. Það er allt of mikil ólga og hatur í þjóð­fé­laginu þessi dægrin. Byrjum á að taka til hjá okkur sjálfum. Verum þakk­lát. Verum já­kvæð. Gefum af okkur og klöppum hvert öðru á bakið.

Við erum öll snilld. Það þarf bara að hafa fyrir því að fatta það og hlúa að því,“ skrifar Jón á ein­lægum nótum.