Jón Gnarr gefur húsráð sem sprarar manni uppvask og forðar manni frá því að sulla

Þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr gefur almenningi húsráð í færslu sem hann birtir á Twitter í dag.

Ráð Jóns mun að hans sögn óþarfa uppvask og lætur hann sleppa við auka sull.

Hann virðist vera duglegur að fá sér hræring á morgnana, en það er skyr og grautur hrært saman.

Húsráð Jóns er eftirfarandi:

„Þegar ég borða hafragraut, með skyri, á morgnana (já við erum að tala um hinn heimsfræga Hræring) þá ét ég hann beint uppúr pottinum og standandi yfir eldhúsvaskinum. þannig spara ég óþarfa uppvask og slepp líka við að þurfa að þurrka upp e-ð hugsanlegt sull af borðinu,“