Myndskeið sem var framleitt í eldvarnarátaki ytra hefur áður ratað í fjölmiðla en er alltaf góð áminning og sérstaklega á þessum tíma árs. Það sýnir hve hratt jólatré getur fuðrað upp og því mikilvægt að minna fólk á að hafa slökkt á jólaseríum sem staðsettar eru á jólatrjám ef farið er að heiman.
Í myndskeiðinu má sjá eldinn breiðast út á nokkrum sekúndum en tréð sem um ræðir er gervitré. Gervitré eru mun eldfimari en lifandi jólatré en vert er að minna á það að þau geta líka fuðrað fljótt upp og brenna þá þurr tré mun hraðar en þau sem eru reglulega vökvuð.
Þá er mikilvægt að muna eftir þessu núna í desember mánuði:
Nú þegar aðventan stendur sem hæst með öllum sínum fallegu rafmagns og kertaljósum viljum við minna fólk á að fara varlega yfir hátíðirnar og tryggja öryggi sitt og sinna með því að.....
-fara aldrei frá logandi kertaljósi/skreytingu
-slökkva á öllum ljósum á nóttunni
-yfirfara reykskynjara
-yfirfara slökkvitæki
-hengja upp eldvarnateppið
-fara yfir flóttaleiðir