Nýjasti jólaóróinn frá Georg Jensen er kominn í helstu lífsstíls verslanir landsins og er ómissandi fyrir marga aðdáendur hér á landi. Í ár er línan hönnuð af Sanne Lund Traberg sem sækir innblástur sinn í blómamyndir Karl Blossfeld og úr garðinum sínum. Til að þróa hugmyndina byrjaði hún á því að búa til pappírsblóm sem hún vann síðan eftir til að búa til þessi fallegu ísblóm.
Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver einustu jól. Á mörgum heimilum er þetta aðal jólaskrautið.
Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.