Marengstoppar eru ávallt ljúffengir og hátíðlegir molar til að bera fram. Hér er ein uppskrift úr smiðju Sjafnar Þórðar þáttarstjórnanda þáttarins Matur & Heimili af jólalegum marengstoppum með piparmyntu bismark brjóstsykri sem bráðna í munni og eru einstaklega góðir með heitu súkkulaði. Uppskriftin er bæði einföld og fljótleg og tilvalin til að dunda sér við í aðventunni.
Gaman að bera fram á fallegum skreytum bakka sem laðar augað.
Jólamarengstoppar með piparmyntu bismarkbrjóstsykri
- 3 eggjahvítur
- 200 g púðursykur
- 150 g hvítir súkkulaði dropar frá Nóa og Síríus (má líka vera venjulegt súkkulaði)
- 100 g bismark brjóstsykur
Byrjið á því að forhita bakarofninn í 150°C gráður. Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur, mjög mikilvægt að þeytta þar til marengsins er orðin stífur. Myljið með buffhamri bismark brjóstsykurinn í pokanum í brot/mulning.
Blandið brjóstsykursmulningnum og súkkulaðidropunum varlega saman stífþeyttu eggjahvíturnar við með sleif. Látið á plötu með bökunarpappír með teskeið, fínt að nota eina til að setja deig í og aðra til að ýta úr skeiðinni á bökunarpappírinn.
Líka fallegt að strá smá mulnings brotum af bismark brjóstsykrinum ofan á toppana áður en þeir fara inn í ofn. Fallegt og jólalegt.
Bakið í miðjum ofni við 150°C heita ofn á blæstri í 15 til 20 mínútur. Athugið ofnar geta verið ólíkir svo gott að fylgjast vel með.
Gleðileg jól.
*Allt hráefnið fæst í Bónus.