Jakob Einar Jakobsson sem flestir tengja við hinn rómaða veitingastað Jómfrúnna og Sólveig M. Karlsdóttir kona hans hafa sett fallegu íbúðina sína á besta stað í Skugganum á sölu. Um er að ræða íbúð í afar vönduðu og stílhreinu fjölbýlishúsi við Vatnsstíg 15.
Jakob Einar er eini eigandi Jómfrúarinnar í dag en hann ásamt Birgi Þór Bieltvedt keyptu Jómfrúnna af stofnendunum, föður sínum Jakobi Jakobssyni og Guðmundi Guðjónssyni sumarið árið 2015. Síðastliðið sumar keypti Jakob Einar, helmings eignarhlut Birgis Þór og er því orðinn eini eigandi Jómfrúarinnar. Jómfrúin er margrómuð fyrir sitt ekta danska smurbrauð þar sem íslenskt gæðahráefni er tengt við aldargamlar hefðir svo úr verður einstök matarupplifun. Sólveig kona Jakobs er verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands.
Skandinavískur stíll í forgrunni
Jakob Einar og Sólveig eru þekkt fyrir smekklegan og hlýlegan heimilisstíl. Aðspurð segjast þau elska viðaráferð eftir að hafa búið í Noregi og heimili þeirra sýni það í hnotskurn. „Allir munir sem við höldum mest uppá eru skandinavískir að hönnun og/eða framreiðslu.“ Eins og sést á myndunum er skandivíska hönnunin í forgrunni og viðaráferðin spilar stórt hlutverk þegar kemur að vali á innréttingum.
Vönduð eign á besta stað í Skugganum
Eignin er einstaklega vel skipulögð og innréttuð á vandaðan og smekklegan máta í alla staði. Hún er 136,8 fermetrar að stærð en þar af er íbúðin 127,6 fermetrar og geymslan sem henni fylgir 9,2 fermetrar. Þrjú rúmgóð svefnherbergi fylgja íbúðinni ásamt góðu eldhúsi þar sem vinnuaðstaðan er eins best verður á kosið. Stofan og borðstofan eru í opnu rými þar sem notagildið og fagurfræðin mynda skemmtilega heild. Tvennar svalir eru til staðar sem snúa í tvær áttir, aðra svalirnar eru með svalalokun sem bjóða uppá fjölbreytari notkun og stækka heimilið og eykur möguleikana á huggulegheitum.
Iðandi mannlíf og menning í Skugganum
Útsýnið í Skugganum er hið glæsilegasta yfir sundin blá, innsiglinguna við Reykjavíkurhöfn, Akrafjall, Skarðsheiði, Esjuna, Þjóðleikhúsið, Hallgrímskirkju og víðar. Þetta útsýni lætur engan ósnortin og er gulls ígildi. Að búa í Skugganum er eftirsóknarvert fyrir marga og öll þjónusta og verslun í göngufæri. Helstu götur miðbæjarins hafa verið endurbættar og má þar nefna Hverfisgötu, Laugaveg og nærliggjandi götur og reiti sem hafa verið í mikilli enduruppbyggingu síðustu ár og Hljómalindarreitinn sem hefur tekið stórkostlegum breytingum og laðar að mannlíf.
Stofan og borðstofan eru í opnu og björtu rými þar sem vel fer um alla. Takið eftir glæsilegu vali á borðstofu stólunum sem eru Panton One Series hönnunarlínunni. Ljósmynd Fasteignasalan Lind.
Vandaðar og fallegar innréttingar úr eik eru í eldhúsinu sem gleðja augað og vinnuaðstaðan er eins best er á kosið. Stílhreint og tímalaust sem gengur ávallt.
Fallegar viðarinnréttingar prýða baðherbergið sem falla vel með hvítum flísum á veggjunum og ljósa brúna litnum á gólfflísunum sem undirstrikar hlýleikann.
Hér er draumahornið með hönnunarstólunum í forgrunni þar hægt er að horfa út og njóta hvíldarinnar. Hér sjáum við samspil íslenskra og skandinavískra hönnunar gleðja augað með góðri útkomum.
Í barnaherberginu er skemmtilegar lausnir hvernig má nýta rýmið sem best á barnvænan og frumlegan hátt.
Sameiginlega útisvæðið er einstaklega fallegt og tónir vel við umhverfið.
Svalirnar með loknunin stækka rýmið og auka fjölbreytnina á nýtingu rýmisins.