Erla Gerður Sveinsdóttir læknir segir að safapressan eigi heima hjá fótanuddtækinu í geymslunni. með því bendir læknirinn á þá varasömu þróun þegar fólk hættir að tyggja matinn sinn en skellir öllu í sAfapressuna.
Þessi ummæli læknisins fala á fésbók en þar tengir hún við grein Bryndísar Elvu Birgisdóttur sem birtist á SÍBS vefnum og lesa má hér.
Í greininni segir að margir fullnægi hluta af orkuþörf sinni með því að drekka pressaða drykki í stað þess að tyggja og borða matinn sem fer í drykkinn. Máltíð sem samanstendur úr drykkjum og þeytingum sem innihalda kolvetni í einhverri mynd, svo sem úr ávöxtum eða öðrum kolvetnaríkum matvælum, hækki blóðsykur hraðar heldur en ef sömu máltíðar er neytt á föstu formi. Rannsóknir sýni að þegar búið sé að mauka matinn, til dæmis epli eða peru, þá eigi glúkósinn (og ávaxtasykurinn) greiðari leið inn í líkamann.
„Hækki sykur í blóð hratt eftir máltíð er hann sleginn niður aftur með aðstoð insúlíns, því hraðar sem frásogið er hraðar. Slíkar sveiflur virðast til dæmis geta haft áhrif á vitræna getu eftir máltíð. Þá virðast flestir finna fyrr fyrir svengd á nýjan leik eftir að hafa innbyrt drykki en eftir máltíð. Þá leitum við aftur í mat, oft orkuríkan mat, fyrr en annars hefði verið og það hefur áhrif á orkuinntöku.
Þannig sígur þyngdin auðveldar uppávið. Fyrir þann sem þarf að þyngjast eða á erfitt með að viðhalda þyngd er vel þekkt að drykkir eru prýðileg leið til að fá heilmikla orku inn í líkamann á stuttum tíma. Það er því ekki að undra að fyrir þann sem hefur áhuga á að léttast getur ein leið verið að sleppa drykkjum öðrum en hreinu vatni,“ segir m.a. í greininni.
Þá er mikilvægi trefja fyrir mannslíkamann áréttað, en þær geta farið forgörðum ef öllu er skellt í pressuna.