Íslenskt handverk og heimagerðar kræsingar jólagjafirnar í ár

Nú er rétti tíminn til að huga að jólagjöfunum, dreifa útgjöldum, vera hagsýnn og versla íslenskt. Þessi fallegu handgerðu eikarbretti og áhöld, sultuskeiðar og smjörhnífar, eru nýtilegar og vandaðar gjafir. Þettta eru vönduð íslensk handverk sem gleðja augað. Hægt er að gefa heimagerðar sælkera kræsingar með eins og heimagert pestó, sultu, kryddsmjör eða hvaðeina sem fólki dettur í hug að útbúa. Íslenskt handverk og heimagerðar kræsingar eru fallegar jólagjafir sem gleðja hjarta og sál. Þetta þarf ekki að vera flókið að gleðja vini og vandamenn.

Heimili - Eikarbretti smjörhnífur og pestó.jpg

Þessi vönduðu eikarbretti og áhöld fást hjá Hnyðju sem er lítið fjölskyldufyrirtæki og hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára.

Heimili - Eikarbretti Hnyðju með súrdeigsbrauði á.jpg

Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sem framleiða. Olían er svokölluð „foodsafe“ olía, það er að segja olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi.

Heimili- Hnyðja_Eikarbretti og áhöld.jpg

Hægt er að kynna sér vörurnar á www.hnydja.is