Þessi fallegu handgerðu, hvítu jólatré fást hjá Hnyðju Þau eru einstaklega fallegt vetrar- og jólaskraut, stílhrein og tímalaus. Hnyðja er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára. Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sem framleiða. Olían er svokölluð „foodsafe“ olía – það er að segja olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi.
Jólatrén eru seld þrjú og þrjú saman. Þau eru í þremur stærðum, í 24 sentimetrar, 28 sentimetrar og 33 sentimetrar hæð. Hægt er að kynna sér vörurnar nánar á heimasíðu Hnyðju, www.hnydja.is