Íslenskar lækningajurtir sækja að mestum hluta sérstöðu sína og kraft úr arfanum sem vanalega hefur þótt vera til óþurftar í jurtaríkinu hér á landi. Jafnvel njólinn hefur að geyma efni sem virðist vera allra meina bót.
Þetta kom fram í heilsu- og útivistarþættinum Lífsstíl á sjónvarpsstöðinni hringbraut í gærkvöld, en grænmetis- og ávaxtasalinn Haukur Magnússon var þar einn gesta Sigmundar Ernis og ræddi um þau íslensku jurtaseyði sem hann hefur verið að þróa á síðustu misserum. Haukur gjörþekkir grænmetismarkaðinn en hann seldi um langt árabil afurðir íslenskra grænmetisbænda áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Ávaxtabílinn sem hann hefur rekið í 11 ár. Hann sagði í þættinum að mikil vakning hafi orðið hér á landi í mataræði og því sé fráleitt hægt að líkja saman hvað landsmenn eru sólgnir í hollustuna í dag miðað við það sem var þegar hann byrjaði rekstur sinn.
Og nú er hann farinn að þróa jurtaseyði sem hann bragðbætir með náttúrlegum efnum úr íslensku flórunni, þar á meðal mosa.Hann það segir merkilegt í sjáfu sér að áhrifaríkustu efnin í þessum fræðum sé að finna í íslenska arfanum; hvönninni, lúpínunni og jafnvel njólanum sem hafi verið notaður í heilsudrykki í árþúsundir enda geymi hann margvísleg efni sem til samans geri mikið gagn í líkamanum.
Lífsstíll var frumsýndur klukkan 20.00 á Hringbraut í gærkvöld, en hægt er að skoða hann hér á vefnum, bæði í heild sinni og í klippum.