Mikil gróska er í veitingarekstri hér á landi og fjölbreytninni er óþrjótandi. Það er sem er sérstaklega gaman að sjá er þegar íslenskum matarhefðum er gert hátt undir höfði og íslenska hráefnið fær að leika aðalhlutverkið í framreiðslunni. Í þættinum Matur og heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld verður Fjárhúsið í Granda Mathöll heimsótt. Sjöfn hittir Herborgu Svönu Hjelm sem er annar eigandi og rekstaraðili Fjárhússins. Hún og meðeigandi hennar, Birgir R. Reynisson, opnuðu Fjárhúsið sem var búið að vera hugarfóstur Birgis í áratugi þegar Grandi Mathöll opnaði árið 2018 en þess ber að geta að Grandi Mathöll er fyrsti „götubita“ staðurinn á Íslandi. Herborgu fannst kjörið tækifæri að ýta hugarfóstri Birgis úr vör þegar auglýst var eftir áhugasömum um pláss þegar Grandi Mathöll var að hefja starfsemi sína og sótti um pláss fyrir þau sem þau fengu. Við fáum innsýn það sem í boði er, tilurð staðarins og sérstöðuna. Það sem er svo spennandi við Fjárhúsið er að það sérhæfir sig í íslensku lambakjöti og er það í hávegum haft. „Við veljum að nota íslenskt hráefni sé það hægt, okkur er annt um umhverfið, matarsóun, kolefnisfótspor og hreinleika matvæla,“segir Herborg og er stolt af sérstöðu þeirra íslenska lambakjötinu. Hægt er að fá ekta íslenskan þorrabakka með sviðakjömmum elduðum á gamla mátann á Fjárhúsinu og að sjálfsögðu er hægt að fá baunasúpuna sem er sívinsæl og svíkur engan. Meira um Fjárhúsið í þættinum mínum í kvöld klukkan 20.00 á Hringbraut.
Smjörsteiktu kóteletturnar renna út eins og heitar lummur og nýjasta viðbótin grillspjótin koma sterk inn hjá Fjárhúsinu.