Fyrrum knattspyrnumaðurinn, Sigurbergur Elísson, hefur svo sannarlega húmor fyrir sjálfum sér og deildi skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu sína í dag.
„Hálkan gjörsamlega pakkaði mér saman í gærmorgun þegar ég mætti í vinnu," segir Sigurbergur í færslunni. Í myndbandinu má sjá Sigurberg stíga út úr bifreið sinni á bílaplani og síðan hrynur hann til jarðar, þökk sé fyrrnefndi hálku. Eins og allir sem lenda í slíkum óhöppum liggur Sigurbergur í smá stund í jörðinni til að ná áttum en stígur síðan á fætur og gengur rólega í burtu eins og ekkert hafi í skorist.
Myndband af atvikinu náðist þó greinilega upp á eftirlitsmyndavélar og eflaust hefur það vakið talsverða lukku hjá vinnufélögum Sigurbergs.
Hálkan gjörsamlega pakkaði mér saman i gærmorgun þegar ég mætti í vinnu pic.twitter.com/KcUiVKwPI0
— Sigurbergur Elisson (@sigurbergur23) January 19, 2021
Sigurbergur gat sér gott orð sem knattspyrnumaður, meðal annars hjá Keflavík, og hefur eflaust þurft að kljást við ófár bylturnar þar. Hann lagði skóna á hilluna árið 2018.