Íslensk tunga á stutt eftir!

Úlfar Erl­ings­son, for­stöðumaður tölvu­ör­ygg­is­rann­sókna hjá Google seg­ir ís­lensk­una vera nán­ast dauða og ekki koma til með að lifa mikið leng­ur enda al­ast ís­lensk börn upp í ensku um­hverfi.

Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag - og er ís­lensk­an, að sögn hans, í sam­bæri­legri stöðu og velska á Bretlandi: \"Þetta er aug­ljóst í aug­um allra þeirra sem eiga ung börn sem al­ast upp við að horfa á mynd­efni á YouTu­be eða Net­flix. Tækni­bylt­ing nú­tím­ans býður hins veg­ar upp á að tölv­an fari í hlut­verk eins kon­ar babel­fisks sem túlkað get­ur sjálf­krafa fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Úlfar í sam­tali við Morg­un­blaðið.