Soffía Dögg sem sér um vefsíðuna Skreytum hús er snillingur í að umbreyta herbergjum. Barnaherbergin eru hennar uppáhalds verkefni því þar fær hún að láta hugmyndaflugið njóta sín. Við hjá Heimilinu fengum símtal frá Ívari í Rúmfatalagernum og fékk hann okkur í heimsókn til sín og sagði okkur frá því að Soffía hefði verið að breyta barnaherbergi dóttur vinkonu sinnar og því slógumst við í för með honum. Við fórum í heimsókn til að sjá útkomuna og má með sanni segja að útkoman hafi verið glæsileg. Soffía sagði okkur frá því helsta sem hún gerði og getum við fullyrt það að Soffía er mjög útsjónasöm og algjör snillingur þegar kemur að breytingum og má einmitt sjá það í innslaginu sem við gerðum með þeim Ívari og Soffíu HÉR
Sjón er sögu ríkari
Fyrir breytingar
Eftir breytingar
Til að sjá fleiri myndir af breytingunum smelltu þá HÉR
Setjið like á facebook síðuna okkar Heimili á Hringbraut og fylgist með því sem er að gerast hjá okkur :)