Innlit á heimili listræns fagurkera – Sjáið myndirnar

Oft hefur það verið sagt flest heimili lýsi vel þeim sem þar búa og áhugavert að sjá hvernig persónuleiki heimilisfólksins getur skinið í gegn. Það átti vel við þegar Sjöfn Þórðar heimsótti Ingibjörgu Ósk Jóhannsdóttur fagurkera á heimilið hennar í þættinum Fasteignir og heimili á dögunum. Ingibjörg Ósk býr ásamt fjölskyldu sinni í Innri Njarðvík í huggulegu einbýlishúsi á fallegum stað í nálægð við hafið. Híbýli Ingibjargar er eitt af þeim heimilum sem lýsir þeim sem þar búa vel.

Ingibjörg Ósk er mikill fagurkeri og listrænir hæfileikar hennar njóta sín sannarlega þegar kemur að því að prýða heimilið. Hún hefur afar gott auga fyrir fallegum hlutum, skemmtilegum og hagkvæmum lausnum þegar kemur að því að stílsera heimilið, bæði innan sem utan. „Ég hef gaman að því að gefa gömlum hlutum nýtt líf og blanda saman með nýju,“ segir Ingibjörg Ósk og hefur meðal annars fundið gamla borðstofuskápa á vefsíðunni bland.is og málað með stórglæsilegri útkomu. Sjáið útkomuna.

Borðstofan.jpg

Hér má sjá gamlan glerskáp sem Ingibjörg Ósk gaf nýtt líf og málaði svartan.

Veggborðið svo smart.jpg

Á veggjunum heimilisins er mikið að fallegum verkum og ljóstrar Ingibjörg Ósk upp listrænum hæfileikum sínum með fjölda verka sem prýða heimilið. Hér má sjá brot af verkum Ingibjargar. Eiginmaður Ingibjargar og bróðir smíðuð þetta forláta veggborð sem fangar augað um leið og inn er komið.

Eldhúsið.jpg

Í eldhúsinu kemur hvíti liturinn sterkur inn á móti gráu og svörtu tónunum.

íslensk list.jpg

Ingibjörg Ósk er mjög hrifin af íslenskri list og hefur gaman að því að fegra heimilið með fallegum leirlistaverkum eins og þessum bakka eftir Maríu Ólafsdóttur leirlistakonu.

Rómantíkin yfir borðstofuborðinu.jpg

Rómantíkin er í fyrirrúmi yfir borðstofuborðinu. Hengiljósið með kertaperunum setur sterkan svip á rýmið.

Stofurnar og arinn.jpg

Uppáhalds litatónar hennar fá að njóta sín og koma vel út innan um innanstokksmuni ásamt litlu hlutunum sem hafa allir hlutverki að gegna. Veggurinn við arinn hilluna lýsir vel einum af uppáhalds litum Ingibjargar Óskar.

Fallega Royal Copanhagen stellið.jpg

Stellið Blue Fluted Mega frá Royal Copenhagen nýtur sín vel dekkað veitingum á borðstofuborðinu en stellið er í miklu uppáhaldi hjá Ingibjörgu Ósk.

Herbergi heimasætunnar - Huldu.jpg

Guli liturinn er í miklu uppáhaldi hjá heimasætunni og fær að njóta sín í herbergi hennar.

Hjónaherbergið.jpg

Jarðlitirnir eru í forgrunni í hjónaherberginu.

Skáparnir og veggborðið.jpg

Hægt er að horfa á innlitið hér: https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/fasteignir-og-heimili/7-september/