Ingó veðurguð og Alexandra gáfu drengnum fallegt nafn

Sonur tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, betur þekktur sem Ingó veðurguð, og Alexöndru Eirar Davíðsdóttur var gefið nafn í dag, Þórarinn Ómar Ingólfsson.

Alexandra greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum með fallegri mynd af syninum.

Drengurinn er fyrsta barn þeirra beggja og kom hann í heiminn 9. október síðastliðinn.

Ingólfur og Alexandra opinberuðu samband sitt í júní á síðasta ári.

Fleiri fréttir