Inga Sæland gifti sig og lenti svo í slysi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gifti sig þann 11. ágúst síðastliðin í annað sinn eiginmanni sínum en þau höfðu ætlað að endurnýja heitin í fimm ár en því hafi alltaf verið slegið á frest vegna anna.

Inga greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Þau létu verða að giftingunni um miðjan mánuð á sama tíma og barnabarn þeirra var skírt og fermt.

„Ég tók mig líka til og féll fram af einhverju og rifbraut mig á tveimur og brákaði þrjú, minna má það nú ekki vera.

Var þá komin á fullu ferðina í sundi og rækt þar sem ég ætlaði nú heldur betur að bræða af mér spikið og koma mér í fanta form en það þurfti á ís um tíma og er ég öll að koma til og mun keyra í gang um svipað leiti og þingið kemur saman á ný,“ segir Inga jafnframt í pistli sínum á Facebook.

Inga segist koma sterk inn í störfin í haust enda sé ástandið vægast sagt skelfilegt hjá þeim þjóðfélagshópum sem Flokkur fólksins hafi verið stofnaður í kringum.

„Við höfum engu gleymt og munum berjast af öllu afli en þið verðið líka að vera dugleg að fylgjast með verkunum sem við erum að vinna og undirtektunum sem stjónvöld kjósa að gefa þeim.

Hrópið hátt og styrkið okkur í baráttunni því án ykkar erum við ekkert,“ segir Inga að síðustu í pistli sínum.