Inga Sæ­land fylltist þjóðar­stolti í Arlington: „Vakti ekki bara at­hygli mína heldur fyllti mig af gríðar­lega miklu stolti“

Inga Sæ­land, þing­maður og for­maður Flokk fólksins, er ný­komin heim frá Banda­ríkjunum en hún segist hafa fyllt þjóðar­stolti er þing­menn heim­sóttu Arlington.

„Ég, eins og hátt­virtur þing­maður Halla Sig­ný Kristjáns­dóttir benti hér á áðan, var svo lán­söm að fara til Banda­ríkjanna á vegum þingsins þar sem við fengum að heim­sækja Sam­einuðu þjóðirnar á­samt svo mörgu öðru. Við vorum fimm saman í hóp, frá­bær hópur, og ég vil þakka þeim fyrir frá­bæra sam­veru og hvet þau öll náttúr­lega til að ganga í Flokk fólksins, eðli máls sam­kvæmt,“ sagði Inga Sæ­land á Al­þingi í dag.

„En það sem vakti ekki bara at­hygli mína heldur fyllti mig af gríðar­lega miklu stolti var þegar við heim­sóttum við Arlington, rétt við bæjar­mörkin á Was­hington, Kerecis, al­ís­lenskt fyrir­tæki sem var stofnað árið 2013, fyrir­tæki sem fram­leiðir af­urðir byggðar á af­frumuðu þorskroði sem hafa já­kvæð á­hrif á frumu­vöxt og eru notaðar til þess að græða sár, t.d. bruna­sár, legu­sár og ekki síst núna sár sem koma af völdum sykur­sýki, lífs­stíls­sjúk­dóma sem fara vaxandi í heiminum. En það sem ég vildi benda á, virðu­legi for­seti, er að markaðs­setningin fyrir okkar frá­bæru af­urð, sem fram­leidd er ein­göngu á Ísa­firði, fer fram í Banda­ríkjunum í dag og fram­leiðslan bar 32 milljóna dollara hagnað árið 2020 og 74 milljóna dollara hagnað árið 2021.“

„En af­urð þessa fyrir­tækis, sem er nú metið á 600 milljónir dollara, er ekki tekin í fangið á Ís­landi. Hún er of dýr. Venju­legur plástur skal duga fyrir ykkur, Ís­lendingar. Þetta er okkar vara, það vinna 388 ein­staklingar hjá þessu glæsi­lega fyrir­tæki og ég verð að viður­kenna að hefði ég ekki séð það með eigin augum þá hef ég aldrei áttað mig á því hversu glæsi­legt það er. Vöxturinn er hraður frá því fyrir fimm árum síðan en þá var einn ein­stak­lingur í kjallara­í­búð heima hjá sér með eina tölvu en .það eru 388 starfs­menn í dag, fyrir­tækið er búið að flytja fjórum sinnum og er núna í glæsi­legum húsa­kynnum í Arlington,“ sagði Inga Sæ­land að lokum.