Inga kristjáns fjallar um bætiefni

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti verður með fróðleiksmola sína um bætiefni í Lífsstílsþáttunum á Hringbraut næstu vikurnar, en þátturinn er frumsýndur klukkan 20.00 á mánudagskvöldum. Þar með bætist hún í hóp fastra sérfræðinga þáttarins en fyrir á fleti eru Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands og Bergur Konráðsson kírópraktor. Inga er hafsjór af fróðleik um verkan og gæði þeirrar margvíslegu flóru sem bætiefni eru og kann að segja áhorfendur hvernig þeir eiga að taka þau, hvenær og hvað beri að forðast í allri þessari efnafræði sem getur verið ágeng í auglýsingasamfélagi nútímans. Í næstu þáttum fjallar hún um efni sem gagnast fólki með hækkandi sól og hita í skrokknum ...