Óboðinn en árlegur gestur er mættur til landsins; inflúensa.
Algengasta veirusýkin síðustu daga hefur þó verið af öðrum toga, bráðsmitandi nóróveira, magapest eins og Hringbraut hefur fjallað um.
Í Mogganum í dag staðfestir embætti landlæknis að inflúensan sé næst á dagskrá.
Kemur fram í frétt blaðsins að umgangspestir og fjölmörg hálkuslys hafi aukið álagið á Landspítalanum undanfarið. Sjúklingar þurfi víða að liggja á göngum spítalans, á biðstofum og í skoðunarherbergjum vegna þrengsla og nú bætist inflúensan við.