Ýmsir hafa orðið til að brosa góðlátlega yfir þeim fullyrðingum Illuga Gunnarssonar að hann hafi hætt að þyggja ráðgjafalaun hjá Orka Energy árið 2011 þó fram hafi komið á vef Alþingis þar til í þessari viku að hann hafi fram til þessa þegið ráðgjafalaun hjá félaginu.
Flestum þykir ótrúlegt og ótrúverðugt að ráðherra hafi ekki haft ræun á því í heil fjögur ár að láta leiðrétt á vef alþingis upplýsingar um svo viðkvæmt mál sem launagreiðslur til þingmanna og ráðherra eru. Ekki síst þegar umrætt fyrirtæki nýtur fyrirgreiðslu og aðstoðar frá ráðherrum og opinberum embættismönnum.
Orka Energy er með skrifstofur sínar í háhýsinu Höfðatúni 2 á 16. hæð. Í því húsi er fjöldi fyrirtækja og stofnana, svo sem Fjármálaeftirlitið, Samherji, Olís, Artica Finance, Hamborgarafabrikkan, lögmenn og Orka Energy. Þarna vinna mörg hundruð manns og jafnan lífleg umferð á göngum og í lyftum.
Heimildarmaður Náttfara í húsinu segist hafa rekist nokkrum sinnum á Illuga Gunnarsson á leið sinni til fundar við vini sína hjá Orka Energy á 16. hæðinni. Hann reynir jafnan að hraða sér og vill láta sem minnst fyrir sér fara þegar hann kemur þangað. Hann hefur því ekki slitið sambandi við Orka Energy. Hvort hann þyggur ennþá ráðgjafalaun, þvert á yfirlýsingar, eða hvort hann er einungis í kurteisisheimsóknum á 16. hæðinni skal ósagt látið á þessu stigi.