IKEA mun loka frá og með þriðjudeginum 24. mars þar til aðstæður leyfa annað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir orðrétt:
„Til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina verður verslun IKEA lokuð frá miðvikudeginum 24. mars og þar til aðstæður leyfa annað. Forsvarsmenn IKEA á Íslandi vilja með þessu fara í einu og öllu að tilmælum yfirvalda. Það er von þeirra að samstaða bæði einstaklinga og fyrirtækja geri það að verkum að draga megi úr áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar eins og mögulegt er.“
Þá kemur einnig fram í tilkynningunni:
„Vefverslun IKEA verður opin og er fyllstu varúðar gætt við afgreiðslu pantana. Viðskiptavinir eru hvattir til að leita nánari upplýsinga á vefnum IKEA.is“