Í RÚMINU – viðauki við málshætti
Samkvæmisleikir eru sem betur fer mjög misjafnir, sumir drepfyndnir og aðrir frumlegir. Albert Eiríksson deilir með okkur með ánægju þennan skemmtilega leik sem á vel við yfir páskahátíðarnar. Hann er meira hugsaður fyrir fullorðið fólk, fyrir matar- eða kaffiboðið. Hver gestur fær málshátt, annað hvort dregur hann úr skál eða málshátturinn er undir diskinum eða undir stólnum. Síðan er farið hringinn og allir lesa sinn málshátt og bæta aftan við hann: Í RÚMINU. Albert Eiríksson sælkeri með meiru, heldur úti matarbloggsíðunni www.alberteldar.com og þar er ýmislegt fróðlegt að finna meðal annars borðsiði og góð ráð sem tengjast heimilum og veisluhöldum.
Upplagt er að nýta málshætti sem safnast saman á liðnum árum í leik sem þennan, einnig er hægt að finna málshætti á ýmsum vefsíðum meðal annars á síðu mms.is og fleiri aðila.
Hér eru nokkrir málshættir sem foreldrar skilja og tengja við, sem teknir eru af síðunni: nútíminn.is:
Margur heldur minn síma sinn
Á rútínu þrífast börnin best
Sjaldan er ein flensan stök
Margur verður af börnum afi
Margur er smár þó hann haldi að hann sé stór
Það læra börnin sem þau finna á YouTube
Sælli er löng sturta en samvera með börnum í sykurfalli
Oft veltir lítil þúfa litlum rassi
Aldrei er góð flík of sjaldan þvegin
Sælli er svefn en vaka, nema ef einhver er að baka
Hver er sinnar sælu smiður
Betri er eitt barn í fýlu en tvö að rífast
Aldurinn gerir græjurnar dýrari og mömmur minna mikilvægar
Betri er bók en Breezer
Sjaldan fellur fjarstýring langt frá sófanum