Í reisulegu og fallegu húsi við Sólvallagötu 12 fer fram einstök kennsla þar sem heimilið er í forgrunni

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík hefur verið starfandi frá árinu 1942 í einu fallegasta húsi borgarinnar, við Sólvallagötu 12.  Síðastliðin rúm tuttugu ár hefur Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir verið skólameistari skólans og vinnur störf sín að hjartans list. Hún nýtur þess að halda gömlum, góðum íslenskum siðum og hefðum á lofti, hvort sem það í matreiðslu, næringarfræði, handverksgreinum eða hvaðeina sem tengist heimilishaldi. Sjöfn Þórðar heimsækir Margréti í skólann og fær innsýn í húsakynni og starfssemi skólans.

„Við kennum nemendum okkar að taka slátur, förum í berjatínslu og búum til afurðir úr berjatínslunni og við höldum góðum íslenskum siðum og venjum á lofti,“ segir Margrét og þykir ákaflega vænt um skólann og starfsemina sem þar fer fram. Hlutverk og markmið skólans er að mennta nemendur í hússtjórnargreinum sem mun nýtast þeim í daglegu lífi og kenna þeim heilbrigða lifnaðarhætti og mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi.

Missið ekki af áhugaverðri heimsókn í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.