Þær eru víða hýenurnar sem renna á blóðslóðina. Virðast þær einstaklega grimmar innan Samfylkingarinnar gagnvart eigin fólki.
Þingmaður flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, gaf það í skyn í útvarpsþætti að forsætisráðherra væri strengjabrúða í höndum fjármálaráðherra, sem réði í raun öllu í ríkisstjórninni.
Veit ekki betur en að margir aðrir innan Samfylkingarinnar hafi haldið sömu dellu sjónarmiðum á lofti.
En nú bregður svo við að Ágúst Ólafur er sakaður um kvenfyrirlitningu og annan slíkan ósóma, eins fráleitt og það er. Það er eins og eigin flokksmenn hafi beðið á hliðarlínunni eftir tækifæri til að slátra þingmanninum.
Í valdabaráttunni í Valhöll erum við eins og kórdrengir í samanburði við þessi ósköp.