Mörgum finnst ómissandi að finna greniilminn sem umlykur stofuna þegar jólatréð í stofunni stendur um hátíðarnar og vilja bara vera með lifandi tré meðan aðrir eru með gervijólatré. Ef þú ætlar að vera með lifandi tré um jólin er vert að halda því sem lifandi og fersku sem lengst og forðast að það þorni. Hér eru góð ráð hvernig góð umhirða lifandi jólatrjáa er sem best.
Til að forðast það að jólatréð þorni of fljótt og fari að missa barrið, þá eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga. Það má aldrei láta vatnfótinn tæmast, þá er hætta á að tréð drepist.
- Þegar búið er að kaupa jólatré og farið er með það heim er mikilvægt að geyma það utandyra eða á köldum stað þar til degi áður en það á að setja það upp.
- Það má ekki fara með jólatréð beint inn í stofu og setja upp eftir að hafa flutt það heim.
- Þetta bæði við þegar þú hefur fellt tréð sjálf/ur og þegar það er keypt á jólatrjásölum.
- Lifandi jólatré þurfa smá aðlögunartíma, rétt eins og svo margt annað sem þarf að venjast nýju umhverfi og svo þarf að hlúa að því.
- Jólatré missa barrið þegar þau þorna. Þess vegna er afar mikilvægt að láta tréð standa á svölum og rökum stað, áður en því er stillt upp í stofu.
- Gott er að láta tréð standa í vatnsfötu með sjóðandi vatni, en fyrst þarf að skera 1-2 sentimetra neðan af því til að það nái að draga í sig vatnið. Sjáið til þess að það sé nóg af vatni í fötunni allan tímann.
- Sagið um 5 sentimetra sneið neðan af stofninum svo tréð geti dregið til sín vatn. Vert er að tálga börkinn tálgaður af stofninum 10 sentimetra frá stúfnum.
- Stingið þessum 10 sm stofnsins niður í sjóðandi vatn í u.þ.b. 10 mínútur og setjið tréð í vatnsfót strax að lokinni suðu. Þessi suðuaðferð á vill öll lifandi jólatré eins og rauðgreni, norðmannsþin og furu.
- Vatnsfóturinn má aldrei tæmast. Tréð dregur mikið af vatni til sín fyrstu sólarhringana og ef vatnið í fætinum gengur til þurrðar geta loftbólur komist í vökvaæðar stofnsins og tréð getur drepist.
Gleðilega hátíð.