Hver lak gögnunum vegna bjarna ben í stundina?

Það er merkilegt að enginn fjölmiðill skuli hafa velt upp þeirri risastóru spurningu hver hafi lekið öllum upplýsingunum um Bjarna og fjölskyldu í Stundina.
 
Um mikið gagnamagn er að ræða og það varðar upplýsingar um tilfærslur á gríðarlegum fjármunum fjölskyldunnar á afar viðkvæmum tíma við upphaf hrunsins. Gögnin sýna einnig gríðarlegar lánveitingar vegna fjárfestinga upp á tugi milljarða sem ekki fengust greiddar til baka.
 
Þessar upplýsingar leka frá Glitni banka eða því þrotabúi sem tók við bankanum þegar hann hrundi. Vörslumenn þrotabúsins hafa krafist lögbanns á Stundina.
 
En hvers vegna hafa þeir ekki kært gagnastuldinn til lögreglunnar og krafist opinberrar rannsóknar á mjög alvarlegum þjófnaði?
 
Hverjir gátu átt aðgang að þessum gögnum og voru í stöðu til að taka þau ófrjálsri hendi? Þeirri spurningu ætti opinber lögreglurannsókn að svara. Hvers vegna er þá ekki farið í hana strax?
 
Svo verður ekki hjá því komist að velta tímasetningunni fyrir sér. Hún getur ekki verið alger tilviljun þremur vikum fyrir kosningar.
 
Hver þeirra sem á einhverjum tíma eftir haustið 2008 gat haft aðgang að þessum gögnum, hefur nú hag af því að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn og formanns hans?
 
Er ekki rétt velta upp þeirri spurningu og þrengja hringinn um þann aðila strax fyrir kosningar því eftir kosningar skiptir nafn hins seka ekki eins miklu máli.
 
Já, hver skyldi hafa hag af þessari pólitísku aðför rétt fyrir kosningar?
 
Og hver skyldi hafa rétta hugarfarið?
 
Rtá.