Fagmenn hafa reiknað út að það mikla og örvæntingarfulla auglýsingaátak sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur lagt út í kosti ekki minna en 50 milljónir króna.
Gerðar hafa verið rándýrar sjónvarpsauglýsingar sem birtar eru á dýrasta tíma og einnig er hamast á öðrum miðlum. Jafnvel á strætóskýlum!
En hver borgar þessar 50 milljónir fyrir flokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn skuldar nærri 600 milljónum samkvæmt nýjustu skýrslum sem skilað hefur verið til Ríkisendurskoðunar og eru öllum aðgengilegar.
Flokkurinn getur ekki staðið undir svona gengdarlausri eyðslu þó taugar margra séu þandar í Valhöll.
En hver borgar brúsann? Meira um það síðar.
Rtá.