Umhverfisvernd er eitt af stærstu verkefnum samtímans og Bónus leggur sitt af mörkum og sýna um leið samfélagslega ábyrgð í verki. Í daglegum rekstri huga stjórnendur Bónus að því hvað má betur gera í endurnýtingu og á tímum aukinnar vitundavakningar er vert að benda á það sem vel er gert.
Nú er Bónus til að mynda í tilrauna samstarfsverkefni við fyrirtækin Terra og Tempra um endurnýtingu á frauðplastkössum. Sjöfn Þórðar heimsækir Baldur Ólafsson markaðsstjóra Bónus og fræðist frekar um þetta áhugaverða tilraunaverkefni.
„Við fáum til að mynda vínberin okkar í þessum frauðplastkössum í sex mánuði á ári og við vildum gjarnan finna leið til að endurnýta kassanna en það eru ekki allir sem vita að það má endurnýta þessa frauðplastkassa og búa til úr þeim annan hlut,“segir Baldur og segir í framhaldinu hafi þeir fengið Tempra til liðs við sig í þessu endurnýtingarferli.
Einnig heimsækja Baldur og Sjöfn, Jón Hjartar hjá Tempru og fá frekari innsýn hvernig endurnýtingin á frauðplastkössunum fer fram.
Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus, Jón F. Hjartar framreiðslustjóri hjá Tempra og Sjöfn Þórðar fara gegnum ferlið í endurnýtingu frauðplastkassana úr Bónus.
„Síðastliðin misseri er sífellt meiri áhersla lögð á að þróa tækni til að endurvinna notaða frauðplastkassa í hráefni til framreiðslu á frauðplastkössum. Með því móti má loka hringnum alveg, þ.e. nýta sama hráefnið aftur og aftur til að framleiða frauðplastkassa í stað þess að framleiða annars konar plasthluti úr endurunnu frauðplasti,“segir Jón.
Missið ekki af áhugaverðri heimsókn Sjafnar með Baldri í Bónus og Tempra í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.