Ilmkjarnaolíur eru sterkar olíur sem oftast nær eru búnar til með eimingu úr rótum, blöðum, blómum og trjákvoðu plantna. Þær eru 75-100 sinnum sterkari en te.
Það fer eftir því úr hvaða jurt olían er, hvaða virkni hún hefur. Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar af mannkyni í lækningaskyni langt aftur í aldir. Vitneskjan um hvernig þær eru notaðar hefur byggt á reynslu kynslóðanna, en vísindamenn eru aðeins byrjaðir að gera tilraunir til að skoða áhrif þeirra. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á olíunum benda til þess að þær geti á ýmsan máta haft jákvæð áhrif á heilsufar. Til dæmis geti þær gagnast gegn sýkingum, dregið úr sársauka, kvíða og þunglyndi, hamlað vexti æxla, dregið úr einkennum fyrirtíðarspennu, minnkað ógleði og fleira.
Í nútímaiðnaði eru ilmkjarnaolíur notaðar í ilmvötn, snyrtivörur, sápur, reykelsi og hreingerningarvörur. Stundum eru þær notaðar sem bragðefni í matvæli en þá yfirleitt í mjög smáum skömmtum. (Ilmkjarnaolíur sem fást á Íslandi eru aðeins til útvortis notkunar, bragðdropar í matvæli eru seldir sér). Ilmkjarnaolíur eru mjög sterkar því þarf að passa að þær berist ekki í augu. Það getur beinlínis verið hættulegt að taka ilmkjarnaolíur inn í óþynntu formi og því skyldi geyma þær þar sem börn ná ekki til.
Lestu meira á vef Heilsuhússins með því að smella hér: