Einn helsti sérfræðingur landsmanna þegar kemur að rekstri húsfélaga, Páll Þ. Ármann, markaðsstjóri Eignaumsjónar, er einn gesta Sigmundar Ernis í þættium Heimilið á Hringbraut í kvöld - og fer þar yfir nauðsyn þess að halda úti vel reknu húsfélagi í fjöleignahúsum.
Páll segir vel rekið húsfélag alltaf skila sér í sparnaði og verðmætari húseign, en hér sé í mörg horn að líta - og margir reiti hár sitt vegna verkefna af þessu tagi; því sé þægilegt að útvista því til fyrirtækja sem taka að sér allan pakkann fyrir hönd hússfélagsstjórnarinnar.
Hann segir rekstur og utanumhald húsfélaga einatt ganga vel, enda séu lög um húsfélög og fjölbýlishús bæði skýr og skilmerkileg, þótt eitthvað af þeim megi uppfæra og laga að breyttum tíma. Mannlegi þátturinn sé þó alltaf erfiðastur og viðkvæmastur þegar kemur að verkefnum húsfélaga, ófriður vegna hávaða, óþefur úr íbúðum og umgengni almennt, en líka megi hér nefna deilur um það hvað hvaða hluti fjölbýlisins telst til sameignar og hvaða partur heyri séreigninni til.
Heimilið byrjar klukkan 20:00 í kvöld.
eeir eiri kagau