Omnom kynnir til leiks nýja ísrétt sem minnir óendanlega á sumarið enda er sumarið í nánd eftir örfáa daga og söngur farfuglana farinn að óma. „Þó það sé ekki mjög vorlegt úti núna, ætlum við engu að síður að byrja með nýjan ísrétt, sem við köllum Hunangsfluguna. Við vissum að við vildum nota hunang og eitthvað dökkt mjólkursúkkulaði. Innblásturinn eru æskuminningar þegar ristaðar hunangskornflögur og ísköld mjólk var það besta sem maður fékk. Við ristum kornflögur með hunangi og lögðum svo súkkulaði-hunangskaramelluósa með Dark Milk of Tanzania , dökka-mjólkursúkkulaðinu okkar. Þetta er svo toppað með gylltri hunangssúkkulaðiflögu,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðimeistarinn hjá Omnom.
Girnilegur nýjasti ísrétturinn hjá Omnom og kitlar bragðlaukana að smakka./Myndir aðsendar.
Nýi seðillinn með Hunangsflugunni verður á boðstólnum eitthvað fram í maí og er það von snillingana hjá Omnom að honum fylgi smá vor og sól innan tíðar.
Allir vona að þetta verði ís- og sólarsumarið mikla.