Humar og pasta er eðal blanda sem enginn stenst. Ómótstæðilega ljúffengt er að nota lífrænt ferskt pasta í þennan rétt og gerir hann að lostæti. Karen Jónsdóttir hjá Matarbúri Kaju er sú eina sem framleiðir lífrænt ferskt pasta hér á landi. Hér um að ræða sælkerarétt sem tekur stutta stund að búa til og bragðlaukarnir njóta sín til fulls. Íslenskt sjávarfang passar mjög vel með fersku pasta og útkoman verður ekki betri. Þú átt eftir elska þennan rétt.
Humarpasta la matarást
Fyrir fjóra til fimm
- 2 pakkar af fersku Pasta Tageatelli frá Matarbúri Kaju ( fæst hjá Matarbúri Kaju og Melabúðinni. )
- 500 g skelflettur íslenskur humar (láta hann þiðna samdægurs ef hann er frosinn)
- 5 hvítlauksrif söxuð eða tveir heilir litlir hvítlaukar
- 1-2 sítrónu bátar fer eftir stærð
- 2-3 stk. ferskt rautt chili, smátt saxað
- 1 búnt af íslenskri steinselju, gróft söxuð
- ½ rjómi
- hvítur pipar
- ólífuólíu til steikingar
- örlítið smjör til að steikja humarinn upp úr
- parmesan ostur til að bragðbæta og toppa réttinn með í lokin
- Þeir sem vilja geta bragðbætt með hvítvíni.
Byrjið á því að hita ólífuolíu á pönnu meðal stórri pönnu. Þegar olían hefur hitnað steikja hvítlauk, chili, og ¼ af steinseljubúntinu saxað, þar til það verður mjúkt. Síðan er humarinn léttsteiktur upp úr þessari blöndu og kryddaður með örlitlum hvítum pipar. Humarinn tekinn af pönnunni og settur í skál til hliðar en grænmetið skilið eftir á pönnunni. Rjómanum hellt út á pönnuna og suðan látin koma upp. Þá er hitinn lækkaður og sósan látin malla í um það bil 10 mínútur, síðan hvítvíni bætt út í en má sleppa. Kreistið einn sítónubát út í rjómasósuna. Setjið vatn yfir fyrir pastað í pott og bíðið eftir að suðan komi upp. Setjið pastað út í vatnið og sjóðið í um það bil 3 mínútur. Hellið vatninu af og setjið pastað síðan á diska eða í skálar sem þið ætlið að framreiða réttinn í. Mjög gott að setja smá ólífuolíu yfir pastað.
Bætið humrinum út í rjómasósuna á meðan pasta sýður og látið malla í um það bil 5 mínútur.
Síðan er humarpastasósunni dreift yfir pastaði á diskunum eða í skálunum með ausu eða skeið á fallegan hátt. Skreytt og bragðbætt með rifnum parmesanosti og ferskri steinselju. Mjög gott að bera fram með súrdeigssnittubrauðið og þeyttu smjöri ásamt grófu salti eða saltflögum.
Njótið vel.