Nú styttist óðum í að Lemon bjóði upp á nýja holla samloku sem þróuð var í samstarfi við Sjöfn Þórðar matgæðing og þáttastjórnanda þáttarins Matur & heimili á Hringbraut. Samlokan inniheldur kjúkling, klettasalat, gúrku, kóríandersósu og er svo toppuð með tveimur leynitrixum. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld munu Jóhanna Soffía Birgisdóttir framkvæmdastýra og Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon heimsækja Sjöfn í eldhúsið hennar þar sem hulunni verður svipt af hinni nýju Lemon samloku.
„Hugmyndafræði bak við samlokuna var að gera ljúffenga samloku þar sem brögðin gleðja og um leið og hugað er að næringaefnunum en hún inniheldur gott jafnvægi af kolvetnum, prótíni og fitu sem passar vel fyrir daginn,“segir Sjöfn sem er mikill aðdáandi Lemon og veit fátt betra en að fá sér góða samloku og frískandi djús með á Lemon. „Það var bæði mikill heiður og ánægja að fá að taka þátt í þessu verkefni með þeim á Lemon,“segir Sjöfn.
„Okkur finnst mikilvægt að vinna með sérfræðingum á sínum sviðum að vöruþróun og höfum unnið með frábærum einstaklingum á undanförnum árum. Má þar helst nefna, Inga Torfa Sverrisson og Lindu Rakel Jónsdóttur eigendur ITS macros, Guðríði Torfadóttur þjálfara, Telmu Matthíasdóttur þjálfari og einn af eigendum Bætiefnabúllunnar og Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompanísins. Því fannst okkur kjörið að fá Sjöfn Þórðardóttur matgæðing til að gera sumarsamloku fyrir Lemon“ segir Unnur.
„Fyrir fyrirtæki er vöruþróun mikilvæg til að staðna ekki. Huga þarf að neysluvenjum fólks og hvað viðskiptavinir vilja“ segir Unnur.
Vöruþróunarferlið hefst oft löngu áður en markvisst er farið í vöruþróunina.
„Við fundum fljótlega eftir að við settum samlokuna Spicy Macros í sölu að fólk vildi aðra svipaða samloku.. með pínu tvisti. Þetta er í raun fyrst og fremst spurning um eftirspurn“ segir Unnur að lokum.
Hulunni svipt af sumarsamloku Lemon í þættinum Matur og heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: