Hulunni svipt af nýjasta matarstellinu frá Royal Copenhagen

Royal Copen­hagen hefur nú svipt hulunni í annað sinn á einu og hálfu ári af glænýju mat­ar­stell sem kall­ast „Blu­el­ine“.

Við þekkjum áferðin og blæbrigðinu í nýja mat­ar­stell­inu vel, því grunnurinn er oft­ast sá sami, stílhrein áferðin, hvítt postu­lín með riffluðum könt­um og bláu munstri. Mjög fín­leg hand­máluð lína skreyt­ir brún­irn­ar ásamt blá­um stimpli sem sést efst á disk­um og á botn­in­um í boll­um og skál­um allt í anda hefðirnar hjá Royal Copenhagen. Nýja línan er stíl­hrein­ og fáguð með ein­földu „penn­astriki“ eða „blu­el­ine“, og má vel blanda stell­inu sam­an við aðrar týp­ur frá Royal Copen­hagen sem prýdd­ar eru stór­um blóma­munstr­um. Gaman að geta skreytt matarborðið fyrir boðið með því að blanda saman stellunum á margvíslegan hátt og leika sér með formin.

M&H Royal Copenhagen 2021 1.jpg

Stílhreint og fágað í anda hefðirnar hjá Royal Copenhagen. Hringbraut.is/Royal Copenhagen

M&H Matarstell Royal Copenhagen 3 2021.jpg

Nýja línan í matarstellinu ber heitið „Blue line.“ Hringbraut.is/Royal Copanhagen

M&H Matarstell Royal Copenhagen 2021 4.jpg

Fínleg og vönduð handmálun þar sem fágunin er í fyrirrúmi. Hringbraut.is/Royal Copanhagen